Teitur: Mínir menn allir mættir
Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson fagnaði í gær bikarmeistaratitli með Stjörnumönnum úr Garðabæ. Er þetta í annað sinn sem Teitur stýrir Stjörnunni til sigurs í þessari keppni en síðast var það árið 2009. Teitur var alsæll þegar Víkurfréttarmenn náðu af honum tali eftir leik Grindvíkinga og Stjörnumanna í gær.