Teitur í banni í kvöld
Keflvíkingar og Njarðvíkingar eigast við í kvöld kl. 20:00 í 3. leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfu. Njarðvíkingar leiða einvígið 2-0 og með sigri í kvöld tryggja þeir sér titilinn. Teitur Örlygsson mun ekki leika með Njarðvíkingum í kvöld því hann er í banni.Teitur fékk tvær tæknivillur í 2. leik liðanna og var rekin út úr húsi og því var hann dæmdur í bann af KKÍ.