Taylor sleppur með skrekkinn
Terrel Taylor, leikmaður Grindavíkur, fer ekki í leikbann fyrir brot sitt á Keflvíkingnum Jóni Norðdal Hafsteinssyni í leik liðanna í gær. Taylor fékk dæmda á sig ásetningsvillu fyrir brotið.Keflvíkingar ákváðu að kæra Taylor eftir að hafa skoðað upptöku af leiknum, en aganefnd KKÍ taldi ekki ástæðu til að refsa leikmanninum frekar.






