Miðvikudagur 31. janúar 2007 kl. 09:22
Tapliðin geta hefnt í kvöld
Tapliðin í undanúrslitum Lýsingarbikarsins í kvennaflokki eiga kost á því að ná fram hefndum í kvöld þegar sömu lið mætast í Iceland Express deild kvenna og mættust í undanúrslitum. Grindavík tekur á móti Haukum í Röstinni og Keflavík fær Hamar í heimsókn í Sláturhúsið. Báðir hefjast leikirnir kl. 19:15.
Haukakonur slógu Grindavík út úr Lýsingarbikarnum á sunnudag í æsispennandi leik þar sem lokatölurnar voru 75-78 Haukum í vil. Hamarskonur komu á óvart í Sláturhúsinu og létu Keflavík hafa vel fyrir því að komast í Höllina en þegar líða tók á leikinn seig Keflavík fram úr og hafði 104-80 sigur að lokum.
Staðan í deildinni