Tap og sigur hjá Suðurnesjaliðunum
Keflavík vann Fram á heimavelli sínum, 2-1, í Landsbankadeild karla í dag. Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson komu Keflvíkingum í 2-0, en Andri Fannar Ottóssson minnkaði muninn fyrir Fram.
Á sama tíma máttu Grindvíkingar sætta sig við tap, 3-2, í Laugardalnum gegn Þrótti og verða nú að vinna síðasta leikinn, gegn Keflavík á heimavelli sínum. Paul McShane og Robert Nistroj skoruðu mörk Grindvíkinga í dag.
VF-Mynd/Þorgils