Tap og sigur gegn Luxemborg
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði illa gegn Luxemborg í leik um gullið á Smáþjóðaleikunum í dag, 48-57, og varð Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 19 stig. Þurftu stúlkurnar því að sætta sig við silfrið.
Karlaliðið hafði sigur gegn Luxemborg í dag, 73-69, en Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson kom Íslandi yfir 70-69 á lokasprettinum eftir langan slæman leikkafla liðsins. Hlynur Bæringsson tryggði svo sigurinn með vítaskotum á síðustu sekúndunum.