Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap í Víkinni
Þriðjudagur 15. júlí 2014 kl. 09:01

Tap í Víkinni

Keflvíkingar máttu sætta sig við 1-3 tap Víkingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Víkingar komust yfir eftir 37 mínútur en Keflvíkingar jöfnuðu skömmu síðar. Þar var að verki Hörður Sveinsson eftir undirbúning frá Elíasi Má Ómarssyni. Staðan 1-1 í hálfleik. Aron Elís Þrándarsson kom Víkingum í 2-1 eftir tæplega klukkustundar leik með sínu öðru marki,  en hann lék Keflvíkinga grátt í leiknum. Víkingar bættu við marki skömmu fyrir leikslok og tryggðu sér sigurinn. Haraldur Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar af leiðandi það rauða, þegar leiktíminn var að renna út.

Með sigrinum komust Víkingar upp fyrir Keflvíkinga sem sitja nú í fimmta sæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024