Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap í spennuleik
Mánudagur 26. febrúar 2007 kl. 17:19

Tap í spennuleik

Grindavík mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Skallagrími í Iceland Expressdeildinni í gærkvöldi, 83-84.

Leikurinn var jafn og spennandi allt fram á síðustu stundu og Jonathan Griffin hefði getað snúið taflinu við en skot hans, um leið og lokaflautið gall, missti marks.

Grindvíkingar voru með frumkvæðið í leiknum framan af og leiddu í hálfleik, 42-41, og 60-58 fyrri lokaleikhlutann. Þá tók Darrel Flake hins vegar til sinna ráða og skoraði hverja körfuna á fætur annari og dansaði í hringi í kringum stóru mennina hjá Grindavík. Skallagrímur náði 8 stiga forskoti, en með seiglu komust heimamenn aftur inn í leikinn.

Mikið var um mistök hjá báðum liðum á síðustu mínútunni, en Borgarnes fagnaði sigri að lokum.

„Við vorum að spila ágætlega og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir leikinn. „Við vorum bara óheppnir á lokasprettinum, en það virðist hafa loðað við okkur í vetur.
Nú eru þrír leikir eftir og við getum varla komist ofar eða neðar í töflunni þannig að okkar takmark er að nota þá leiki til að bæta okkur jafnt og þétt og búa okkur undir úrslitakeppnina.“

Tölfræði leiksins

 

Vf-myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024