Tap í spennuleik
Njarðvík tapaði gegn rússneska liðinu Samara og þar með sínum fjórða leik í Evrópukeppni og sjöunda leik í röð þrátt fyrir hetjulega baráttu í gær.
Leikurinn endaði 86-88 eftir spennandi lokamínútur. Njarðvík komst yfir, 77-76 með sniðskoti frá Friðrik Stefánssyni um miðjan fjórða leikhluta, en Rússarnir voru sterkari á lokasprettinum.
Brenton Birmingham var stigahæstur Njarðvíkinga með 33 stig, Jeb IVey var með 21 og Friðrik með 15 stig, tíu fráköst og tvö varin skot.
Þetta var síðasti "heimaleikur" UMFN í keppninni, en þeir eiga eftir að mæta Tartu og Mavpy úti. Þeir eru á botni riðilsins og eig ekki möguleika á að komast áfram.
Mynd/Jens Kristbjörnsson