Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tap í leik tvö á móti Tindastóli
Lisandro Rasio í fyrri leik liðanna. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 08:19

Tap í leik tvö á móti Tindastóli

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik í gær þegar þeir léku á heimavelli Tindastóls. Stólarnir leiða því einvígið 2:0 og þurfa aðeins einn sigur til að senda Njarðvíkinga í sumarfrí.

Þótt leikur Njarðvíkur hafi verið talsvert betri en fyrri leikur liðanna þá vantar enn upp á að liðið dragi fram sínar bestu hliðar. Heimamenn höfðu góð tök á leiknum og verður sigur þeirra að teljast sanngjarn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dedrick Basile var stigahæstur í liði Njarðvíkur, hann var með 23 stig, 7 stoðsendingar og 23 framlagspunkta. Næstur honum var Lisandro Rasio með 16 stig og 7 fráköst en Rasio hefur sýnt einna mesta baráttu Njarðvíkinga í seríunni. Nicolas Richotti og Mario Matasovic komu næstir með 14 og 11 stig.

Njarðvíkingar fá tækifæri á miðvikudaginn til að snúa genginu við en þá mæta Stólarnir í Ljónagryfjuna í þriðja leik liðanna. Vinni þeir hann eru heimamenn búnir að ljúka sínu tímabili og farnir í frí.

Tindastóll - Njarðvík 97:86

(25:21, 20:15, 24:21, 28:29)

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 23/7 stoðsendingar, Lisandro Rasio 16/7 fráköst, Nicolas Richotti 14/4 fráköst, Mario Matasovic 11, Oddur Rúnar Kristjánsson 9, Maciek Stanislav Baginski 7, Haukur Helgi Pálsson 4/4 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 2/6 fráköst, Jan Baginski 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Logi Gunnarsson 0.