Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

Mánudagur 17. júlí 2000 kl. 23:50

Tap í Kópavogi

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Breiðabliki 2-1 í 10. umferð Landssímadeildarinnar í knattspyrnu, en leikið var á Kópavogsvelli. Keflvíkingar eru þar með komnir niður fyrir Blika, eða í 8. Sæti, en eiga leik til góða. Fátt markvert gerðist framan af leiknum, utan þess þegar Blikar áttu skot í þverslá marks Keflvíkinga. Það var ekki fyrr en á 43. mínútu sem dró til tíðinda þegar brotið var á Zoran Ljubicic innan vítateigs Breiðabliks og vítaspyrna dæmd. Það var Guðmundur Steinarsson sem skoraði örugglega úr spyrnunni, en hann er nú orðinn markahæstur í Landssímadeildinni ásamt KR-ingnum Andra Sigþórssyni. Blikar voru betri meiri hluta leiksins og kom það því fáum á óvart þegar þeir jöfnuðu metin á 65. mínútu. Hreiðar Bjarnason, fyrirliði Breiðabliks fékk sendingu inn fyrir vörn Keflvíkinga, lék á Gunnleif Gunnleifsson og skoraði úr þröngu færi nánast frá endamörkum. Það var síðan á 79. mínútu sem Breiðablik komst yfir í leiknum eftir mjög svo umdeilt atvik. Garðar Newman renndi sér í boltann eftir að Marel Baldvinsson, Bliki, hafði komist einn inn fyrir. Boltinn barst til Gunnleifs í markinu, sem tók boltann upp. Dómari leiksins dæmdi þá óbeina aukaspyrnu inni í teig Keflvíkinga þar sem hann taldi að um sendingu hefði verið að ræða frá Garðari til Gunnleifs. Það var svo Hjalti Kristjánsson sem negldi boltanum í netið eftir að Kjartan Einarsson pikkaði boltanum til hans. Úrslitin því 2-1 fyrir Breiðablik og óhætt að segja að miðað við leik Keflvíkinga hafi þeir ekki átt mörg stig skilin úr þessum leik.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25