Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 3. ágúst 2001 kl. 09:53

Tap í Keflavík

Keflvíkingar fengu Skagamenn í heimsókn í gærkvöldi. Leikurinn var 12. leikur liðanna í Íslandsmótinu en Skagamenn voru í 2. sæti fyrir leikinn. Gestirnir byrjuðu af krafti og þegar 4 mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Hjörtur Hjartarsson, ÍA mark eftir mistök í vörn Keflvíkinga.
Eftir markið virtust Keflvíkingar eflast en leikurinn einkenndist af miðjuspili eftir það. Bæði liðin komu sterk inn á í seinni hálfleik og áttu bæði hættuleg færi en ekkert þeirra rataði inn í markið. Skagamenn skoruðu síðan annað mark á 54. mínútu en dómari dæmdi markið af vegna rangstöðu. Eftir það datt botnin úr leiknum og urðu lokatölur 0-1 fyrir gestina. Keflvíkingar sitja í 7. sæti deildarinnar með 15 stig, tíu stigum minna en toppliðið Fylkir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024