ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Tap í Hólminum
Fimmtudagur 4. febrúar 2016 kl. 14:35

Tap í Hólminum

Topplið Snæfells vann sex stiga sigur á Grindvíkingum þegar liðin áttust við í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær. Lokatölur 75:69 þar sem öflugur endasprettur gestanna frá Grindavík dugði ekki til.

Whitney Fraizer átti stórleik, skoraði 28 stig og 17 fráköst fyrir Grindavík. Sigrún Sjöfn átti einnig góðan leik á meðan systurnar Petrúnella og Hrund Skúladætur voru drjúgar. Grindvíkingar eru nú í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Keflavík sem er í sætinu fyrir ofan.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Tölfræði leiksins

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25