Tap í Hafnarfirði
Keflvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi deild karla í knattspyrnu þetta árið er liðið heimsótti Íslandsmeistara FH í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 2-1 þar sem Marjan Jugovic skoraði mark Keflvíkinga í upphafi síðari hálfleiks. FH-ingar leiddu verðskuldað 2-0 í hálfleik en Keflvíkingar voru til alls líklegir í síðari hálfleik eftir mark þeirra. Gestirinir sóttu nokkuð fast undir lokin og hefðu með örlítilli heppni getað jafnað leikinn.
Næsti leikur Keflvíkinga er gegn KR á heimavelli næstkomandi sunnudag.