Tap í Grindavík
Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfuknattleik kvenna mátti þola stór tap á heimavelli í gærkvöld þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð deildarkeppninnar. Úrslit leiksins urðu 79-59 fyrir Val.
Jafnt var á með liðinum í fyrsta leikhluta og að honum loknum var Grindavík með 2ja stiga forystu, 17-15. Eftir það tóku Valsstúlkur málin í sínar hendur og höfðu yfirhöndina til leiksloka.
Lilja Ósk Sigmarsdóttir skoraði 15 stig fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir 10.