Tap í Grafarvogi
Keflavíkurstúlkur máttu sætta sig við tap gegn Fjölni á útivelli í kvöld, 1-0. Með þessum sigri skutust Fjölnisstúlkur yfir Keflvíkinga í þriðja sæti Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Keflvíkingar eiga þó leik til góða á Fjölni.
Leikurinn var jafn framan af og markalaust í hálfleik. Í seinni hálfleik komust heimastúlkur yfir og þó Keflvíkingar hafi verið meira með boltann eftir það voru Fjölnisstúlkur líklegri til að skora og áttu m.a. eitt sláarskot áður en yfir lauk.
Staðan í deildinni
Leikurinn var jafn framan af og markalaust í hálfleik. Í seinni hálfleik komust heimastúlkur yfir og þó Keflvíkingar hafi verið meira með boltann eftir það voru Fjölnisstúlkur líklegri til að skora og áttu m.a. eitt sláarskot áður en yfir lauk.
Staðan í deildinni