Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap í fyrsta leik WNBA leikmannsins
Sunnudagur 28. febrúar 2016 kl. 22:15

Tap í fyrsta leik WNBA leikmannsins

Keflvíkingar lágu gegn Valskonum

Keflvíkingar töpuðu fyrsta leiknum sem Monica Wright lék með liðinu gegn Valskonum með 17 stiga mun. Lokatölur 90:73 þegar liðin áttust við í Valsheimilinu í Domino's deild kvenna í kvöld. Wright skoraði 13 stig og tók 11 fráköst á tæpum 20 mínútum, en Thelma Dís Ágústsdóttir var atkvæðamest Keflvíkinga með 17 stig. Eftir leikinn sitja Keflvíkingar í fimmta sæti deildarinnar.

Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)
Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024