Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap i Fjárhúsinu
Föstudagur 10. febrúar 2006 kl. 17:19

Tap i Fjárhúsinu

Grindvíkingar töpuðu fyrir Snæfelli í Stykkishólmi í gær í rafmögnuðum spennuleik, 68-67. Leikurinn var jafn, en kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að leiða. Bæði liðin voru vængbrotin þar sem Snæfellinga vantaði Igor Beljanski, en Grindvíkingar voru án Guðlaugs Eyjólfssonar auk þess sem Nedsad Biberovic gat aðeins leikið 9 mínútur.

Undir lokin var mikil taugaspenna þar sem Nate Brown kom sínum mönnum í 68-67 þegar 6 sekúndur voru eftir af leiknum. Grindvíkingar höfðu tækifæri til að komast aftur yfir en sókn þeirra fór forgörðum og heimamenn fögnuðu sigri.

Jeremiah Johnson var stigahæstur Grindvíkinga með 22 stig og Helgi Jónas Guðfinnsson kom honum næstur með 14 stig.

Brown var stigahæstur Snæfellinga með 20 stig.

Grindvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir leikinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024