Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 26. október 2005 kl. 17:41

Tap í Finnlandi

Keflavík tapaði fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni, 92-77 fyrir finnska liðinu Lappeenranta.

Keflvíkingar hófu leikinn illa og voru undir 18-2 þegar skammt var liðið af leiknum. Þá skiptu Keflvíkingar um gír og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn aftur. Þeir komust yfir af harðfylgi 23-26 og var leikurinn lengst af jafn og spennandi eftir það.

Í hálfleik var staðan 40-37 eftir flautukörfu frá Makedónanum Zlatko Gocevski.

Í þriðja leikhluta sigu Finnarnir framúr og voru komnir með 10 stiga forskot fyrir lokasprettinn 65-55.

Í þeim fjórða var aldrei spurninga hvernig færi. Keflavík komst aldrei innan færis við sterkt lið Lappeenranta.

AJ Moye var með 24 stig fyrir Keflavík, Magnús Gunnarsson með 16 og Adrian Henning með 14.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024