Tap hjá RKV í deildarbikarnum
Sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis undir heitinu RKV tapaði í gær fyrir HK/Víking í deildarbikarkeppni kvenna, neðri deilda sem fram fór í Reykjaneshöllinni. Lokatölur urðu 3-0 fyrir gestunum en þær komust yfir snemma í fyrri hálfleik. Þá gerðu nágrannaliðin Víðir og Reynir 1-1 jafntefli í deildarbikarkeppni neðri deilda.RKV-stúlkur eru í næstneðsta sæti eftir þrjá leiki, með þrjú stig. Í A-riðli neðri deildar eru Víðismenn í 4. sæti með 7 stig en Reynir er í 5. sæti með 5 stig. Bæði liðin hafa leikið fimm leiki.