Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá öllum Suðurnesjaliðunum
Fimmtudagur 11. nóvember 2010 kl. 10:44

Tap hjá öllum Suðurnesjaliðunum


Njarðvík tapaði gegn KR í gær þegar liðin áttust við í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Þar með náði KR að komast upp að hlið Njarðvíkur í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðin eru bæði með 8 stig eftir sjö leiki. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni og lokatölur urðu 84-77 fyrir KR.
Shayla Fields var stigahæst í liði Njarðvíkur með 28 stig og hirti auk þess 11 fráköst.

Grindavíkurkonur biðu lægri hlut gegn Snæfelli en liðin áttust við í Stykkishólmi. Lokatölur urðu 65-51. Jafn var á með liðunum í fyrri hálffleik. Segja má að Snæfell hafi gert út um leikinn í þriðja leikhluta þegar þær skoruðu 20 stig gegn níu stigum Grindavíkur.  Agnija Reke var stigahæst í liði Grindavíkur  með 13 stig og hirti 14 fráköst.

Það var hörkubarátta í Toyotahöllinni þegar Keflavíkurkonur tóku á móti Hamri en þessi lið voru jöfn og efst í deildinni fyrir leikinn. Hamar náði að landa sigrði með betri endaspretti en lokatölur urðu 72-69. Jacquline Adamshick skoraði 28 stig fyrir Keflavík og hirti 23 fráköst. Nánari umfjöllun annars staðar á síðunni.

Staðan í deildinni eftir leiki gærdagsins er þessi:




Mynd: Hörkubarátta undir körfunni í leik Keflavíkur og Hamars í gær. VFmynd/Páll Orri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024