Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Keflvíkingum í fyrsta leik sumarsins
Guðjón Árni Antóníusson var mættur með sínum gömlu félögum á nýjan leik. VF-myndir/hilmar og Páll Orri.
Sunnudagur 3. maí 2015 kl. 20:46

Tap hjá Keflvíkingum í fyrsta leik sumarsins

Keflvíkingar máttu þola tap gegn Víkingum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 1-3, ekki sú óskabyrjun sem heimamenn vonuðust eftir.

Keflvíkingar voru frískir í upphafi leiks og áttu góð færi en gestirnir skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik á 20. og 32. mínútu og voru heimamenn slegnir út af laginu en mættu með miklum krafti í upphafi síðari hálfleiks þegar Hörður Sveinsson skoraði á 49. mínútu laglegt mark eftir flotta sendingu frá Sindra Snæ Magnússyni. Heimamenn voru miklu atkvæðameiri en náðu ekki að koma boltanum inn fyrir marklínuna. Það gerðu hins vegar gestirnir. Eitt skrautlegasta mark sem sést hefur í langan tíma þegar boltinn flaug af 40 metra færi beint úr aukaspyrnu og yfir nýjan markvörð Keflavíkur, Richard Arends, sem var líklega ekki nógu vel staðsettur.

„Þetta var jafn leikur en féll ekki með okkur, ekki gott að tapa svona í fyrsta leik en þetta var bara fyrsti af 22 leikjum í sumar,“ sagði Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur.

Videoviðtöl við Harald og Kristján þjálfara koma á vf.is innan tíðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annað mark Víkinga í uppsiglingu.

Keflvíkingar áttu góð færi en illa gekk að koma boltanum yfir marklínuna.