Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Tap hjá Keflavíkurstúlkum í Lengju-úrslitum
Marín Laufey í baráttunni við Pálínu Gunnlaugsdóttur í úrslitaleiknum. Mynd/Karfan.is
Sunnudagur 4. október 2015 kl. 11:04

Tap hjá Keflavíkurstúlkum í Lengju-úrslitum

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir Haukum í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar í körfubolta en úrslitaleikurinn fór fram á Selfossi. Lokatölur urðu 70-47 og sigur Hauka öruggur eins og tölurnar bera með sér.


Haukar fóru taplausir í gegnum mótið en liðið er firnasterkt. Haukastúlkur hafa m.a. fengið Helenu Sverrisdóttur heim úr atvinnumennsku en hún skoraði 22 stig í úrslitaleiknum. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 12 stig fyrir Keflavík.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25