Tap hjá Keflavíkurstúlkum
Keflavíkurstúlkur máttu bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi fyrir Haukum í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu 67-63 í spennandi leik.
Keflavík og Hauka eru með jafn mörg stig og mjög svipaða stigatölu og Fjölnir er aðeins tveimur stigum á eftir. Keflavík mætir efsta liði Vals í næstu umferð svo það er ljóst að spennan verður mikil í síðustu umferðunum.
Haukastúlkur leiddu með níu stigum í hálfleik og bættu svo við níu í viðbót í þriðja leikhluta. Átján stiga mun náðu Keflavíkurstúlkur ekki að brúa í síðasta leikhlutanum sem þær unnu þó með fjórtán stigum svo ekki munaði miklu.
Haukar-Keflavík 67-63 (12-16, 17-4, 24-15, 14-28)
Haukar: Alyesha Lovett 25/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 17/14 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 4/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 0, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 0.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 22/12 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 11/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Anna Ingunn Svansdóttir 5/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/6 fráköst/4 varin skot, Ólöf Rún Óladóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson
Áhorfendur: 100