Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Keflavík og Njarðvík - Mikilvægur Grindavíkursigur
Úr leik Njarðvíkur og Snæfells í kvöld. VF-Mynd/EJS.
Miðvikudagur 6. febrúar 2013 kl. 23:30

Tap hjá Keflavík og Njarðvík - Mikilvægur Grindavíkursigur

Heil umferð fór fram í kvöld í Dominos-deild kvenna. Í Toyotahöllinni urðu óvænt úrslit þegar Keflavík steinlá fyrir Val, 78-97. Þetta er aðeins annar tapleikur Keflavíkur á leiktíðinni en þessi sömu lið mætast í bikarúrslitum um aðra helgi. Jessica Jenkins var atkvæðamest hjá Keflavík með 21 stig og Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með 18 stig.

Grindavík vann mjög mikilvægan heimasigur gegn Fjölni, 90-64.  Leikurinn var jafn framan af en í síðari hálfleik stakk Grindavík af og náði í góð tvö stig í fallbaráttunni. Crystal Smith skoraði 24 stig fyrir heimakonur og Petrúnella Skúladóttir kom þar á eftir með 23 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík lá heima fyrir Snæfelli, 61-78. Njarðvík byrjaði leikinn illa og elti allan tímann. 15 stigum munaði á liðuðunum í hálfleik og þann mun náðu Njarðvíkingar aldrei að brúa. Lele Hardy átti stórleik fyrir Njarðvík en hún skoraði 35 stig eða meira en helming stiga Njarðvíkur.

Grindavík-Fjölnir 90-64 (18-16, 26-17, 30-14, 16-17)
Grindavík: Crystal Smith 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 23/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Berglind Anna Magnúsdóttir 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/9 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 5/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Hulda Sif Steingrímsdóttir 2, Eyrún Ösp Ottósdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/7 fráköst.

Keflavík-Valur 78-97 (18-30, 24-18, 15-23, 21-26)
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 21/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 18/8 fráköst/3 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/11 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 7/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6.

Njarðvík-Snæfell 61-78 (8-19, 20-24, 18-19, 15-16)
Njarðvík: Lele Hardy 35/16 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 7/6 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Soffía Rún Skúladóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 varin skot, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.