Tap hjá Keflavík og Grindavík
Grindavík tapaði sínum sautjánda leik á tímabilinu í Domino’s deild kvenna gegn Snæfelli á heimavelli og Keflavíkurstúlkur lágu einnig gegn Valskonum.
Grindavík átti góða möguleika á að innbyrða sinn annan sigur og var með forystu í hálfleik 38:29. Snæfell lék hins vegar betur í síðari hálfleik og og tryggði sér sigur á lokakaflanum en Grindavíkurstúlkur skoruðu aðeins 19 stig í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 57:59.
Grindavík-Snæfell 57-59 (18-13, 20-16, 10-14, 9-16)
Grindavík: Jordan Airess Reynolds 19/11 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 9/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7/7 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 7, Tania Pierre-Marie 6/6 fráköst, Hulda Ósk Ólafsdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.
Keflavík var allan tímann í nettu basli gegn sterkum Valskonum sem eru ríkjandi meistarar frá síðasta ári og eru í efsta sæti deildarinnar. Lokatölur urðu 80:67. Keflavík er í 3.-4. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR sem er í 2. sæti.
Valur-Keflavík 80-67 (24-11, 19-22, 23-18, 14-16)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 22/19 fráköst/5 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 11/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10, Katla Rún Garðarsdóttir 8/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3/6 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.