Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Keflavík og Grindavík
Fimmtudagur 16. október 2008 kl. 01:00

Tap hjá Keflavík og Grindavík

Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík urðu að sætta sig við ósigur í viðureignum sínum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Í Toyota-höllinni tók Keflavík á móti Haukum. Lokatölur leiksins urðu 60-65 og ósigur í fyrsta leik staðreynd hjá Íslandsmeisturnum Keflavíkur. Pálína Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 19 stig, en hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir atkvæðamest með 23 stig.


Í Grindavík öttu heimastúlkur kappi við KR. Lokatölur leiksins urðu 63-73, KR í vil. Hildur Sigurðardóttir var atkvæðamest með 21 stig fyrir KR og Sigrún Ámundardóttir 17 en Jovana Stefánsdóttir var stigahæst hjá heimaliðinu með 16 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tölfræði í leik Keflavíkur og Hauka
Tölfræði í leik Grindavíkur og KR


VF-MYND/JJK: Bæði Grindavík og Keflavík biðu ósigur í kvöld.