Tap hjá Jóni Axel í fyrsta mótsleiknum í Þýskalandi
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson lék sinn fyrsta mótsleik með þýska úrvalsdeildarliðinu Fraport Skyliners í bikarkeppninni þar í landi í gær. Jón og félagar máttu þola tap gegn Göttingen 79:64.
Jón Axel var atkvæðamestur í liðinu en hann skoraði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim 25 mínútum sem hann lék.