Tap hjá Grindvíkingum
Pálína flutt burt í sjúkrabíl
Grindvíkingar töpuðu sínum fimmta leik á tímabilinu þegar þær heimsóttu Hauka heim í Dominos-deild kvenna í gær. Lokatölur urðu 86-68 fyrir Hauka en þær höfðu yfirhöndina allan tímann. Pálína Gunnaugsdóttir meiddist á hné í leiknum og var flutt í sjúkrabíl frá íþróttahúsinu. Ekki er vitað hve alvarleg meiðsli hennar eru. Pálína var atkvæðamest með 15 en Jóhanna Rún Styrmisdóttir skoraði 10.
Haukar-Grindavík 86-68 (25-17, 19-19, 21-16, 21-16)
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/5 fráköst, Lauren Oosdyke 9/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 8, Katrín Ösp Eyberg 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Skuladóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0/4 fráköst.