Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Grindavík og jafntefli hjá Keflavík í Lengjubikarnum
Laugardagur 26. febrúar 2011 kl. 16:12

Tap hjá Grindavík og jafntefli hjá Keflavík í Lengjubikarnum

Grindvíkingar léku við Stjörnumenn í hádeginu í dag í Lengjubikar karla en leikið var í Reykjaneshöll. Fóru leikar þannig að Stjörnumenn höfðu sigur 3-1 og mark Grindvíkinga skoraði Magnús Björgvinsson.

Strax eftir þann leik fór fram leikur Keflavíkur og Gróttu og þurftu Keflavíkingar að sætta sig við jafntefli 1-1 en Magnús Þórir Matthíasson skoraði mark Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024