Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 27. júní 2002 kl. 22:19

Tap hjá Grindavík í markaleik

Grindvíkingar töpuðu, 2-4, gegn nýliðum Þórs í Símadeild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram í Grindavík. Heimamenn lentu 0-3 undir og áttu í raun aldrei möguleika á sigri í leiknum enda voru Þórsarar að spila mjög vel. Óli Stefán Flóventsson og Sinisa Kekic skoruðu mörk Grindvíkinga.Grindvíkingar eru því enn með 11 stig í deildinni eftir átta umferðir og eru í 3. sæti en þess má til gamans geta að neðsta liðið, ÍBV, er með 8 stig aðeins þremur stigum á eftir Grindavík og sýnir það vel hve deildin er jöfn.

Keflvíkingar leika við KA á Akureyri á sunnudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024