Tap gegn toppliðinu
Grindvíkingar töpuðu stórt gegn toppliði Snæfells í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær. Lokatölur 80-56 fyrir Snæfell, sem hafði undirtökin allt frá upphafi leiks. Síðasti fjórðungur var algjörlega eign Snæfellinga, en hann unnu þeir 20-8. Rachel Tecca var atkvæðamest með 29 stig og 14 stig hjá gestunum frá Grindavík. Grindvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar eftir 12 umferðir.
Grindavík: Rachel Tecca 29/14 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 11/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0.