Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap gegn sterkum Haukum
Mynd: Nikitta Gartrell //karfan.is
Miðvikudagur 8. janúar 2014 kl. 21:25

Tap gegn sterkum Haukum

Lele Hardy með enn einn stórleikinn

Eftir að hafa byrjað árið með sigri á Hamarskonum máttu Njarðvíkingar sætta sig við 22 stiga tap gegn sterku Haukaliði á heimavelli í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 64-86 í leik þar sem fyrrum Njarðvíkingurinn Lele Hardy reyndist enn einu sinni erfið viðureignar. Lele skoraði 27 stig og tók hvorki fleiri né færri en 22 fráköst í leiknum. Hjá Njarðvíkingum lék nýi erlendi leikmaðurinn, Nikitta Gartrell vel, en hún var með 26 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.

Njarðvíkingar eru sem fyrr á botni deildarinnar með sex stig, en Grindvíkingar og Hamar hafa 12 örlítið ofar í töflunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræðin:

Njarðvík: Nikitta Gartrell 26/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 10, Sara Dögg Margeirsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8, Salbjörg Sævarsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Dísa Edwards 0.