Tap gegn Möltu hjá íslenska kvennalandsliðinu
Erla Þorsteinsdóttir leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í körfuknattleik var stigahæst íslenska kvennalandsliðsins þegar liðið beið lægri hlut gegn Möltu í fyrsta leik sínum á Smaþjóðaleikunum sem fram fara á Möltu. Lokatölur voru 59 - 47 en staðan í hálfleik var 35 - 28 Íslandi í vil.
Íslenska liðið lék ágætlega í fyrri hálfleik og hafði yfirhöndina. Í síðari hálfleik hrundi leikur liðsins og gerði liðið aðeins 12 stig í síðari hálfleik gegn annars slöku liði Möltu. Skot leikmanna vildu einfaldlega ekki ofan í körfuna og var skotnýting liðsins aðeins 30%.
Liðið mætir Kýpur á fimmtudag kl. 09.00 en Kýpurbúar unnu Lúxemborg með 70 stigum gegn 63 nú í morgun. Stigahæstar voru Erla Þorsteinsdóttir með 15 stig eins og áður segir, Kristín Blöndal skoraði 9 og Birna Valgarðsdóttir og Rannveig Randversdóttir 5 stig.
Frétt unnin af vef KKÍ!
Íslenska liðið lék ágætlega í fyrri hálfleik og hafði yfirhöndina. Í síðari hálfleik hrundi leikur liðsins og gerði liðið aðeins 12 stig í síðari hálfleik gegn annars slöku liði Möltu. Skot leikmanna vildu einfaldlega ekki ofan í körfuna og var skotnýting liðsins aðeins 30%.
Liðið mætir Kýpur á fimmtudag kl. 09.00 en Kýpurbúar unnu Lúxemborg með 70 stigum gegn 63 nú í morgun. Stigahæstar voru Erla Þorsteinsdóttir með 15 stig eins og áður segir, Kristín Blöndal skoraði 9 og Birna Valgarðsdóttir og Rannveig Randversdóttir 5 stig.
Frétt unnin af vef KKÍ!