Tap gegn KR
Keflavíkurstúlkur töpuðu gegn KR í Frostaskjóli í gær, 4-1. Leikar stóðu 3-0 í hálfleik en í seinni hálfleik var jafnara á komið með liðunum.
KR-stúlkur voru sterkari í leiknum þar sem þær nýttu sér varnarmistök gestanna til fullnustu, en á lokasprettinum náðu Keflvíkingar að klóra í bakkann. Þær fengu tvö víti á lokakaflanum og Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði úr því fyrra sem var dæmt var eftir brot á henni, en úr því seinna skaut hún í slá.
Keflavíkurstúlkur eru því í 7. sæti en hafa leikið við öll sterkustu liðin í deildinni og eiga mun auðveldri dagskrá framundan. Næsti leikur þeirra er á heimavelli gegn ÍBV á laugardag.