Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap gegn Austurríki
Fimmtudagur 26. ágúst 2004 kl. 10:28

Tap gegn Austurríki

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði með 15 stigum fyrir Austurríki, 96-81 í vináttulandsleik liðanna í gærkvöld. Leikurinn fór fram í St. Pölten sem er ekki langt frá Vínarborg. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum í æfingaferð landsliðsins sem heldur nú til Ungverjalands á fjögurra liða mót. Önnur lið í mótinu eru Pólland, Austurríki og Ungverjaland.

Sjö leikmenn af Suðurnesjum eru í hópnum, þeir Friðrik Stefánsson, Páll Kristinsson, Magnús Gunnarsson, Jón N. Hafsteinsson, Arnar Freyr Einarsson og Páll Axel Vilbergsson. Að auki er Fannar Ólafsson með í för en hann er nú leikmaður Ase Dukas en lék með Keflvíkingum um árabil.

Jafnt var með liðunum eftir fyrsta leikhluta 21-21 en Austurríki leiddi í hálfleik 40-33. Í seinni hálfleik reyndust heimamenn sterkari þó íslenska liðið næði á kafla að minnka muninn mest niður í 6 stig. Lokatölur leiksins voru því 96-81 heimamönnum í vil. Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Magnús Gunnarsson og Friðrik Stefánsson gerðu 9 stig hvor.

VF-mynd/ úr safni, Sigurður Ingimundarson ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins á æfingu í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024