Tap gegn Albaníu í úrslitum
				
				Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Albaníu, 79-84, í úrslitaleik Promotion Cup á laugardag en mótið fór fram í Andorra. Guðbjörg Norðfjörð úr KR skoraði 18 stig, Helga Þorvaldsdóttir úr KR setti niður 11 stig og Kristín Blöndal skoraði 10 stig. Albanska liðið byrjaði betur í leiknum og leiddi í hálfleik 23-32. Íslenska liðið kom sterkara til leiks í seinni hálfleik og var um tíma yfir í leiknum en töpuðu niður forskotinu á lokamínútum leiksins.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				