Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 21:59

Tap gegn Albaníu á Promotion Cup

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í dag fyrir Albaníu, 71-83, á Promotion Cup mótinu sem haldið er í Andorra. Anna María Sveinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir úr Keflavík skoruðu sín 13 stigin hvor fyrir Ísland en íslenska liðið var yfir um tíma í seinni hálfleik en gáfu svo eftir og albanska liðið skreið fram úr.

Þetta var annar leikur liðsins á mótinu en Ísland sigraði Möltu í fyrsta leiknum.
Næsti leikur Íslands er á morgun, næstum örugglega gegn Kýpur, í undanúrslitum.
Þetta kemur fram á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024