Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap fyrir toppliðinu
Mánudagur 13. maí 2019 kl. 23:12

Tap fyrir toppliðinu

Keflavík tapaði fyrir Breiðabliki með þremur mörkum gegn engu í 3. umferð Pepsi Max deildar kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikið var á Nettóvellinum í Keflavík.
 
Keflavíkurkonur stóðu í blikunum alveg fram á 38. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir gestina. Blikar bættu svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Hildur Antonsdóttir skoraði á 54. mínútu og þriðja markið opk svo á 72. mínútu frá berglindi Þorvaldsdóttur.
 
Keflvíkingar, sem eru nýliðar í Pepsi Max deildinni hafa tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. Andstæðingar kvöldsins, Breiðablik, vermir toppsætið.
 
Hilmar Bragi, ljósmyndari vf.is, smellti af nokkrum myndum úr viðureign kvöldsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík - Breiðablik 13. maí 2019