Tap fyrir toppliðinu
Keflavík tapaði fyrir Breiðabliki með þremur mörkum gegn engu í 3. umferð Pepsi Max deildar kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikið var á Nettóvellinum í Keflavík.
Keflavíkurkonur stóðu í blikunum alveg fram á 38. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir gestina. Blikar bættu svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Hildur Antonsdóttir skoraði á 54. mínútu og þriðja markið opk svo á 72. mínútu frá berglindi Þorvaldsdóttur.
Keflvíkingar, sem eru nýliðar í Pepsi Max deildinni hafa tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. Andstæðingar kvöldsins, Breiðablik, vermir toppsætið.
Hilmar Bragi, ljósmyndari vf.is, smellti af nokkrum myndum úr viðureign kvöldsins.