Tap á Siglufirði hjá Reynismönnum
Reynismenn komu heim frá Siglufirði með tap gegn KF í farteskinu þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardag. Lokatölur urðu 1-2 en það voru Sandgerðingar sem komust yfir með marki frá Birki Frey Sigurðssyni eftir klukkutíma leik. Heimamenn jöfnuðu leikinn nánst í næstu sókn og undir lokin kom svo sigurmark þeirra KF manna. Eftir fjórar umferðir eru Reynismenn með fjögur stig og sitja í 10. sæti deildarinnar.