Tanja send heim
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tók í samráði við Unndór Sigurðsson, þjálfara kvennaliðs félagsins, ákvörðun um að láta Tönjuu Goranovic, nýja erlenda leikmanninn fara aftur til síns heima og hélt hún af landi brott í morgun. Tanja eins og hún er kölluð stóð engan veginn undir þeim væntinum sem bundnar voru við hana og því var þessi ákvörðun tekin. Frá þessu er greint á vefsíðu Grindavíkur, www.grindavik.is
Þar sem félagsskiptaglugginn er búinn að loka mun ekki verða mögulegt að bæta við erlendum leikmanni og því verður liðið óbreytt til loka þessarar leiktíðar. Þó gengið hingað til hafi ekki alveg verið eftir væntingum þá hafa góð batamerki verið á liðinu undanfarið og nóg er eftir af mótinu.
Næsti leikur Grindavíkurkvenna er annað kvöld þegar þær mæta Keflavík í nágrannaslag kl. 19:15 í Röstinni.