Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

TaKesha snýr aftur til Keflavíkur
Þriðjudagur 3. mars 2009 kl. 09:17

TaKesha snýr aftur til Keflavíkur

TaKesha Watson sem lék með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í fyrra er á leiðinni til liðsins og verður í leikmannahópnum þegar keppni hefst að nýju 10. mars.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um liðsstyrkinn sem Keflavík fær með Takeshu. Hún er fjölhæfur leikmaður og þekkir alla leikmenn liðsins eftir að hafa verið tvö síðustu ár hjá liðinu og einn besti útlendingurinn hér á landi.
Það má búast við mikilli hörku og spennandi leikjum í úrslitunum þar sem KR og Haukar verða líklega erfiðustu andstæðingarnir þó svo Keflavík hafi unnið bæði liðin í síðustu umferð. Með TaKeshu styrkist leikmannahópurinn sem er mikilvægt í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd/Jón Björn: TaKesha á fleygiferð með Keflavík í fyrra.