Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Taka tvö í Ljónagryfjunni
Haukur Helgi tryggði Njarðvíkingum sigur síðast. Hvað gerist í kvöld?
Fimmtudagur 5. nóvember 2015 kl. 10:03

Taka tvö í Ljónagryfjunni

– Suðurnesjaliðin spila í kvöld

Í kvöld hefst fimmta umferð Dominos deildar karla í körfubolta með þremur leikjum. Suðurnesjaliðin eru öll í eldlínunni þar sem fyrst ber að nefna rimmu Njarðvíkur og Tindastóls, en í bikarleik liðanna í vikunni réðust úrslitin á lokasekúndunum. Grindvíkingar hita upp fyrir bikarslag gegn Stjörnunni með því að bregða sér í Garðabæ í kvöld. Topplið Keflvíkinga fer vestur og heimsækir Hólmara. Leikirnir hefjast allir klukkan 19:15 og verða í beinni tölfræðilýsingu á vefsíðu KKÍ. Svo er aldrei að vita nema Stólarnir sýni beint frá Njarðvík.

Staðan í deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024