Taka tvö í grannaslagnum
Þeir sem ekki mættu í Ljónagryfjuna síðastliðinn mánudag og misstu af æsispennandi viðureign Njarðvíkinga og Keflvíkinga í kvennaboltanum ættu ekki að láta sig vanta í kvöld. Liðin mætast aftur í kvöld en þá í deildinni og er toppsætið í húfi. Síðast var framlengt þegar liðin áttust við og leikurinn afar spennandi og umdeildur, rétt eins og grannaslagir eiga að vera.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og það má með sanni segja að enginn ætti að láta þessa skemmtun fram hjá sér fara.