Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tæplega 400 hjólreiðakappar mættu á Stafnes
Mánudagur 8. maí 2017 kl. 14:29

Tæplega 400 hjólreiðakappar mættu á Stafnes

Hjólreiðafólk lét smá vind ekki aftra sér frá þátttöku í Geysi Reykjanesmótinu í hjólreiðum sem fór fram í Sandgerði í gær. Um 370 keppendur voru skráðir til leiks sem eru nokkru fleiri en í fyrra þegar þeir voru 320. Hægt var að velja um þrjár leiðir, 106 km, 63 km og 32 km.

Þríþrautardeild UMFN stóð fyrir mótinu. Úrslitin má nálgast á vef Hjólreiðasambands Íslands.
Nánar verður fjallað um mótið í Víkurfréttum síðar í vikunni og í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta á Hringbraut á fimmtudagskvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá myndir frá keppninni í gær. Myndirnar tóku Dagný Hulda Erlendsdóttir og Arnar Thorarensen Skúlason.

Geysir Reykjanesmót