Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Taekwondómamman vann gull
Mynd: Jakob Máni, Birgitta og Engill Þór.
Þriðjudagur 18. febrúar 2014 kl. 08:11

Taekwondómamman vann gull

Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti taekwondo

Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti Taekwondósambands Íslands um helgina. Þar unnu þeir til átta verðlauna, þar af fimm gullverðlauna, tvö silfur og eitt brons. Þess má geta að taekwondómamman í Grindavík, Birgitta Sigurðardóttir, var að keppa í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega og fékk gull í sínum flokki. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkur.

Björn Lúkas Haraldssson bar einnig sigur úr bítum í sínum flokki sem var mjög sterkur. Flóvent, Ingólfur, Oliver og Jakob stóðu sig frábærlega sem og Engill Þór og Jón Aron sem áttu flotta bardaga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gullverðlaunahafar:

    Oliver Adam Einarsson, bardaga
    Ingólfur Hávarðarson, bardaga
    Flóvent Rigved Ashikari, bardaga
    Birgitta Sigurðardóttir, bardaga
    Björn Lúkas Haraldsson, bardaga

Silfurverðlaunahafar:

    Sigurbjörn Gabríel Jónsson,bardaga
    Jakob Máni Jónsson, bardaga

Bronsverðlaunahafar

Björn Lúkas Haraldsson, formi