Taekwondómamman vann gull
Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti taekwondo
Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti Taekwondósambands Íslands um helgina. Þar unnu þeir til átta verðlauna, þar af fimm gullverðlauna, tvö silfur og eitt brons. Þess má geta að taekwondómamman í Grindavík, Birgitta Sigurðardóttir, var að keppa í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega og fékk gull í sínum flokki. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkur.
Björn Lúkas Haraldssson bar einnig sigur úr bítum í sínum flokki sem var mjög sterkur. Flóvent, Ingólfur, Oliver og Jakob stóðu sig frábærlega sem og Engill Þór og Jón Aron sem áttu flotta bardaga.
Gullverðlaunahafar:
Oliver Adam Einarsson, bardaga
Ingólfur Hávarðarson, bardaga
Flóvent Rigved Ashikari, bardaga
Birgitta Sigurðardóttir, bardaga
Björn Lúkas Haraldsson, bardaga
Silfurverðlaunahafar:
Sigurbjörn Gabríel Jónsson,bardaga
Jakob Máni Jónsson, bardaga
Bronsverðlaunahafar
Björn Lúkas Haraldsson, formi