TaeKwonDo vakti lukku í Akademíunni
Síðustu þriðjudaga hefur Sigursteinn Snorrason verið með TaeKwonDo kynningu fyrir nemendur við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ í áfanga sem kallast valdar greinar.
Kynningarnar hafa vakið mikla lukku meðal nemenda sem hafa spreytt sig á spörkum og höggum sem stunduð eru í ólympískum TaeKwonDo keppnum. Ásamt líkamlegum æfingum var hladinn fyrirlestur um íþróttina og stutt sýning sett á fót fyrir nemendur.
Nokkra athygli vakti hversu vel nemendur stóðu sig og töldu aðstandendur kynningarinnar að flestum nemendum væru bardagar í blóð bornir. Yfirkennarar Keflavíkur og Grindavíkur voru viðstödd kynningarnar og sögðu þær hafa tekist vel til.
Nánar á: