Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Taekwondo keppendur á leið á Evrópumót
Þriðjudagur 3. október 2017 kl. 09:45

Taekwondo keppendur á leið á Evrópumót

Haustið fer vel af stað hjá Taekwondo deild Keflavíkur og ekkert lát virðist vera á velgengni þeirra. Afrekshópur deildarinnar er að standa sig mjög vel en í haust en fjórir keppendur deildarinnar eru á leið á Evrópumót í sínum aldursflokki.

í þessari viku keppir Eyþór Jónsson á Evrópumóti ungmenna sem haldið er í Ungverjalandi en hann keppti nýlega á Heimsmeistaramóti Ungmenna og stóð sig með miklum sóma. Hann er einnig ríkjandi Íslandsmeistari í sínum flokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Daníel Arnar Ragnarsson og Ágúst Kristinn Eðvarðsson munu keppa á Evrópumóti Unglinga sem haldið verður í Kýpur í nóvember. Þeir eru báðir reyndir keppendur og hafa keppt á Evrópu og Heimsmeistaramótum.

Kristmundur Gíslason keppir svo á Evrópumóti fullorðna sem halidð verður í Búlgaríu í desember. Kristmundur er einn helsti afreksmaður deildarinnar og á að baki glæstan feril.