Taekwondo-deild Keflavíkur er sigursælasta deild landsins
Taekwondo-deild Keflavíkur er sigursælasta deild landsins en um helgina var haldið Íslandsmót í Ólympíuhluta íþróttarinnar, sem er bardagi.
Keflavík skartaði góðu liði á heimavelli en mótið var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Keflvíkingar vörðu titilinn og sigruðu í liðakeppninni ásamt því að fá 11 einstaklings Íslandsmeistara.
Keflvíkingar hafa haldið þessum titli óslitið síðan 2010 og hafa samtals náð 11 liðstitilum á Íslandsmótum í taekwondo.