Taekwondo æði í Holtaskóla
Taekwondo kona Íslands með kynningu
Í vikunni verða kynningar á taekwondo í íþróttatímum í Holtaskóla en íþróttin hefur vaxið jafnt og þétt hér í Reykjanesbæ. Í gær fékk öflugur hópur nemenda stutta kynningu á íþróttinni. Helgi Rafn Guðmundsson sá um kynningarnar og honum til aðstoðar var Ástrós Brynjarsdóttir íþróttamaður Reykjanesbæjar og nemandi í Holtaskóla.
Kynningar sem þessar eru mjög skemmtilegar þar sem margir nemendur sem ekki hafa prófað taekwondo fá færi á því. Helgi sem er einmitt íþróttafræðingur og íþróttakennari að mennt, fer með kynningar af þessu tagi í skólana reglulega til að breiða út boðskap íþróttarinnar.
Æfingar eru byrjaðar hjá taekwondo deildinni og eru byrjendatímar fyrir iðkendur frá 6 ára og eldri. Sérstakar byrjendaæfingur fullorðna eru líka, sérstaklega góðar fyrir eldri kynslóðina sem vill læra bardagalistir og komast í betra form en á eigin hraða. Sjá nánar á keflavik.is/taekwondo
Hér má sjá nokkrar myndir af hópunum.